Poetic-Verses from ATHANASE

FORÊT DE LUMIERE (Icelandic)

LJÓSASKÓGUR  
 
„Ég kalla á þig,
ég gríp hendur þínar,
ég kyssi jörðina undir ilskóm þínum“.
 
Tawfiq Zayyad
 
Þessi skógur ljósa á andliti þínu;
Fær enginn flúið
tónlist ástarinnar?
 
Vetur líður gegnum orð þín
hrúgar sálum þeirra með hvítum yl
og gullnum ávöxtum! Þessi eilífð
í dauðleikanum!
 
Hvílíkar ofsakenndir
hvílíkan söng sakleysis sem þau fá til
að blómstra!
 
Snjór! Og tíminn bætir höfugu
bláu bragði sínu á hendur okkar!
Hann syngur í hurðarlyklinum,
gengur fram, brosir og flæðir
inn í Vor-beðið
sem orðið er að degi!
 
Ég hef ekkert að segja þér. Þarna ertu,
eins og runni geislandi drauma
í miðri mergð sem
hreyfist eins og eind
í takt við slátt sálar
hávaða markaðstorgsins
og barnaskarans!
 
Tungumál snævar eins
og steinlaus ör!
Og þessi skógur ljósa
á andliti þínu!
Þú tákn kulda orðinn að samúð
í leyndum skjálfta
hjarta míns!
 
Þú litur ljóðs
með náinni þekkingu á eilífð!
Þú náin gnægð
sannleikans!

          Athanase Vantchev de Thracy

Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson


Comment On This Poem --- Vote for this poem
FORÊT DE LUMIERE (Icelandic)

847,684 Poems Read

Sponsors