Poetic-Verses from ATHANASE

DEUX SAISISSEMENTS DE L'ÂME (Icelandic)

TVĆR SÁLARKREPPUR  (page 26)

 

Handa Vito Paolo Quattrocchi

 

„Megi vinalegt andlit ţitt vera mér sýnilegt ţótt ekki sé nema ađeins í dag.“

 Heilög Theresa frá Lisieux

Mon chant d‘aujourd‘hui

 

I.

Milli tveggja sálarkreppa

hjúpar orđiđ orđiđ,

golan ornar golunni,

og kćrleiksrík höndin teygir heiminn

langt inn í ystu atlot ljóđsins.

 

Og viđ erum ringluđ, undrandi, heilluđ

undir úfnum íbyggnum ýviđnum

í ţéttri dimmblárri nóttinni,

leitandi ađ ţví sem hefst á vörum okkar

ţögulli slóđ á hrađferđ

til hins óvenjulega, óţekkta, aldrei séđa.

 

Og skyndilega er allt óspillanlegt, algleymi,

gullin gul birta

og ódauđlegur sćtleiki.

 

II.

 

„Fleygđu möttli auđćva ţinna

yfir fátćkt mína

og međalmennsku.“

 

Dhu‘l Nun al-Misri

 

Hver gćti elskađ ţig, Ó ţú,

ótvírćđa, takmarkalausa ţekking ástar?

Innileg, djúp, leynileg eilíf ţekking!

 

 Ljóđ byggt á svo mikilli ţögn,

í svo mörgum einverum alsćlu

ţar sem rúbínrauđur svali gosbrunna

silki bjarmi sumars

kristalsangan hárra rósarunna

vagga í viđsjálri dýrđ sinni!

 

Hver gćti túlkađ slíka hamingju,

sćlu, holdlega fullnćgju

í ilmandi júlíregninu?

Hver?  Hver gćti ţekkt međ vor-gjósandi fingrum sínum

hvernig á ađ opna án ţess ađ falla í ómegin, endanlegu Bók

blíđunnar?

 

Hver?

-------

Athugasemdir:

Heilög Theresa frá Lisieux (1873-1897) gekk í Karmelíta klaustriđ í Lisieux ţar sem hún fékk heitiđ Thérése de l‘Énfant Jésus et de la Sainte Face. Hún dó ađeins 24 ára gömul en auđmýkt hennar og einfalt líf ásamt hetjulegri ţrautsegju varđ til ţess ađ hún var heiđruđ af ţremur páfum síđast Jóhannesi Páli páfa II áriđ 1997.

Dhu‘l Nun al-Misri (796-861) einn mikilvćgasti fulltrúi Súfistanna.

Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson



Comment On This Poem ---
DEUX SAISISSEMENTS DE L`ÂME (Icelandic)

850,750 Poems Read

Sponsors